Ráðgjafi Sjálfsvirði

Nafn mitt er Guðrún Pálmadóttir og ég hef unnið sem þroskaþjálfi og ráðgjafi síðan ég útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskólanum árið 1988.  Lauk árið 2004 námi í Endurmenntun Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og síðan BA í sálfræði vorið 2010 frá Háskólanum á Akureyri.

Námskeið: 1 stig í áfalla og uppeldisfræðum Píu Mellody árið 2015 hjá Sarah Bridge. Einnig viku námskeið í að nota The Trauma Resiliency Model stig 1 og 2 sem er aðferð sem er vel þekkt í Bandaríkjunum til að aðstoða fólk til að vinna úr áföllum.

Hef unnið sem ráðgjafi í málefnum fatlaðra síðan 1988 fyrst sem ráðgjafi fjölskyldna fatlaðra barna og seinna fatlaðs fólks. Vinn núna sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Ég hélt utan starfsemi Lausnarinnar á Akureyri sem ráðgjafi varðandi meðvirkni árin 2011 til 2015. Stofnaði Sjálfsvirði árið 2015  og hef unnið með frá fyrsta degi með viðtöl, ráðgjöf, hópastarf, fyrirlestra.

Reynsla mín í samskiptum við fólk er mikil og ég hef ekki síður lært mikið á að vinna í eigin meðvikni og þroska. Mér finnst bestu ráðgjafarnir vera þeir sem hafa unnið sig sjálfir út úr aðstæðum, hafa upplifað reynsluna á eigin skinni og eru tilbúnir að vinna með fólki á jafningja grunni. Þannig ráðgjafi vil ég vera.

Núna starfa ég sem ráðgjafi hjá Sjálfsvirði sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga til að vinna úr meðvirkni, áföllum og að byggja sig upp til aukinna lífsgæða.

Mín leið er að miðla verkfærum sem hafa reynst mér eða öðrum vel, í gegnum einstaklingsviðtöl, fyrirlestra, námskeið.

Ég bíð  uppá aðstoð við úrvinnslu úr fortíð, meðvirkni og áföllum.  

Og alltaf á sama tíma uppbyggingu á sjálfsvirði, sjálfstyrkingu  og uppbyggjandi samskiptum.