Ráðgjafi Sjálfsvirði

Nafn mitt er Guðrún Pálmadóttir og ég hef unnið sem þroskaþjálfi og ráðgjafi síðan ég útskrifaðist úr Þroskaþjálfaskólanum árið 1988.  Lauk árið 2004 námi í Endurmenntun Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og síðan BA í sálfræði vorið 2010 frá Háskólanum á Akureyri.

Námskeið: 1 stig í áfalla og uppeldisfræðum Píu Mellody árið 2015 hjá Sarah Bridge. Einnig viku námskeið í að nota The Trauma Resiliency Model stig 1 og 2 sem er aðferð sem er vel þekkt í Bandaríkjunum til að aðstoða fólk til að vinna úr áföllum.

Hef unnið sem ráðgjafi í málefnum fatlaðra síðan 1988 fyrst sem ráðgjafi fjölskyldna fatlaðra barna og seinna fatlaðs fólks. Vinn núna sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks. Stofnaði Sjálfsvirði árið 2015  og hef verið með námskeið og fyrirlestra.

Reynsla mín í samskiptum við fólk er mikil og ég hef ekki síður lært mikið á að vinna í eigin meðvikni og þroska. Mér finnst bestu ráðgjafarnir vera þeir sem hafa unnið sig sjálfir út úr aðstæðum, hafa upplifað reynsluna á eigin skinni og eru tilbúnir að vinna með fólki á jafningja grunni. Þannig ráðgjafi vil ég vera.

Núna starfa ég sem hjá Sjálfsvirði sem sérhæfir sig í námskeiðshaldi til einstaklinga til að vinna úr meðvirkni, áföllum og að byggja sig upp til aukinna lífsgæða.

Mín leið er að miðla verkfærum sem hafa reynst mér eða öðrum vel, í gegnum fyrirlestra, námskeið.