Sjálfsvinna og verkfæri við meðvirkni og áföllum

Sjálfsvinna í 8 vikur

Ert þú ekki gera neitt af því sem þig dreymdi um eða þig langar til?

Eru samskipti við annað fólk ekki að ganga upp eða eru full af sársauka? Stundum þegar við erum á tímamótum áttum við okkur á að við erum óhamingjusöm. Þá er kominn tími til að gera eitthvað í málinu.

Námskeið í sjálfsvinnu er gott byrjunar skref til að skoða þig og líf þitt.

Verkfæri til sjálfshjálpar

Handleiðsla skref fyrir skef

Til að leita lausna á samskiptum við okkur sjálf og aðra

Leiðir til að njóta lífsins betur

Horfast í augu við meðvirka hegðun

Hjá Sjálfsvirði  er að hefjast 8 vikna námskeið ,,Sjálfsvinna og verkfæri við meðvirkni“ Námskeiðið kennir leiðir sem hafa reynst öðrum vel til þess öðlast betri samskipti við sjálfa sig og aðra. Vinna úr meðvirkni, reynslu og sleppa taki af fortíðinni auk þess að vera frjálsari við að njóta lífsins.

Unnið verður í 6 -7 manna hóp sem fer saman í gegnum fræðslu og sjálfsskoðun. Hópurinn hittist einu sinni í viku tvo tíma í senn (tvo fyrstu skiptin tveir og hálfur tími) í hvert skipti verður  fræðsla, verkefni og tjáskipti.

1 vika  Fjallað verður um einkenni meðvirkni og áfalla, hvernig þau þróast

2 vika  Skoðaðar uppeldisaðstæður í  vanvirkum fjölskyldum og hvaða afleiðingar þær gera haft. Farið yfir verkfæri til að vinna úr vanlíðan og áföllum.

3 vika  Farið í mikilvægi tilfinninga og hvernig upplifun og tjáning þeirra geta aukið lífsgæði.

4 vika  Umfjöllum um stjórnsemi og frelsi þess að sleppa takinu.

5 vika  Mikilvægi sambands einstaklings við sjálfan sig og hvernig hann lítur á  sjálfan sig.

6 vika  Hverjar eru þarfir þínar og langanir og hvernig hlúir þú að þeim?

7 vika  Að setja sjálfum sér og öðru fólki mörk.

8 vika  Skoðuð verkfærin sem eru komin og farið í að setja sér hófsöm markmið.

Megin markmið námskeiðsins er að færa þátttakendum byr og verkfæri til að takast á við lífið eins og það er og breyta því sem ekki er að ganga upp. Stundum felst kraftaverk í að skoða okkur sjálf út frá nýju sjónarhorni. Sem ráðgjafi hef ég séð að þegar fólk tekst á við að skoða og breyta mótun sinni úr bernsku þá gefur það sér meira frelsi og líkar betur við sjálft sig.

Umsagnir þeirra sem hafa farið á námskeiðið

Yndislegt námskeið í alla staði. kynntist mjög góðum verfærum til að hafa með mér út í lífið.

Eins og stefnumótasíða við sjálfan sig 🙂

Námskeiðið var notalegt og rólegt, maður áttaði sig á að maður er ekki einn í þessum aðstæðum.

Ég hef verið meðvirk allt mitt líf og ekki þekkt annað, auk margra erfiðra áfalla. Kvíðin hvern einasta dag.
Þetta námskeið hefur breytt lífi mínu, gefið mér svo mikinn skilning, fyrirgefningu, hugrekki, traust, von.

 

Að koma á þetta námskeið er besta ákvörðun sem ég  hef tekið, upplifði allan tilfinningaskalann og geng frá námskeiðinu full gleði, þakklæti og með verkfæri til að takast á við lífið.

Næsta námskeið er miðvikudaginn 9. október 2019 kl 19.30

Skráning á námskeið

Námskeiðið er haldið í aðstöðu Sjálfsvirði á Akureyri og er einu sinni í viku Verð  er 46.000 kr

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar þá sendu póst á  rigning112 (hjá) gmail.com eða hringdu í síma 8978616

Leiðbeinandi er Guðrún Pálmadóttir ráðgjafi hjá Sjálfsvirði