Sjálfsvirði


Sjálfsvirði þitt er þín sýn á sjálfa(n) þig  og skiptir miklu í samskiptum við annað fólk og líka við sjálfa(n) þig.

Lágt sjálfsvirði er þegar þér þú finnst þú vera minna virði en aðrir. Oft eru það í sérstökum aðstæðum sem við upplifum að við séum lítils virði. Stundum í tengslum við ákveðið fólk sem tjáir sig á ákveðin hátt, jafnvel hefur ákveðið útlit eða hegðun. Sjálfsvirði þróast með þeirri reynslu sem við upplifum í lífinu en grunnurinn mótast þegar við erum yngri.

Við mótumst með því hvernig aðrir horfa á okkur og tjá sig við okkur sem börn með hrósi og gagnrýni.

Ef gagnrýni er mikil og lítið hrós þá mótar það sjálfsvirðið. Eins ef okkur er mikið hrósað og við fáum ekki að vita hvort hegðun sé viðeigandi eða ekki, eða kennt að við séum í forréttindahóp þá skapast falskt sjálfsvirði.

Sum okkar geta sveiflast á milli þess að hafa hátt sjálfsvirði eða lágt.

Þegar við erum orðin fullorðin þá skiptir mestu máli að við virðum okkur sjálf.  Öfgar í sjálfsvirði er yfirleitt tengdar meðvirkni. Ef við þróum meðvirkni þá minkar sambandið við okkur sjálf og við verðum síður meðvituð um eigin virði.   Leiðin sem við getum farið er að skoða fortíðina og vinna út þau viðhorf sem við höfum tamið okkur. Yfirleitt er samhengi á milli lágs sjálfsvirðis og erfiðleika með að elska okkur sjálf.

Gagnlegar spurningar til að skoða þitt sjálfsvirði

 • Hvernig líkar þér við þig?
 • Elskar þú þig?
 • Verður þú miður þín ef þú færð gagnrýni?
 • Lætur þú það skipta öllu að fá hrós?
 • Upplifir þú megir ekki hrósa þér?
 • Finnst þér eins og fólk hrósi þér aldrei nóg?
 • Finnst þér allir vera meira virði en þú?
 • Áttu erfitt með því að trúa að aðrir elski þig eða líki við þig?
 • Finnst þér í lagi fara fram fyrir aðra í röðum?
 • Er það sem aðrir segja merkilegra en það sem þér finnst?
 • Grípur þú fram í fyrir öðrum?
 • Þorir þú ekki að segja þína skoðun?
 • Eða hefur þú aldrei skoðun?

Þetta er ekki tæmandi listi