Meðvirkni

Meðvirkni er lært ástand,  meðvirkni lærist yfirleitt á fyrstu 17 árunum segir Pía Mellody sem skrifaði bókina Meðvirkni sem kom út á íslensku árið 2014.  Oft verður fólk ekki vart við einkennin fyrir en það er fullorðið. Er ef til vill í sambandi sem því líður ekki vel í og áttar sig ekki á hve sterk tengslin er við bernskuna.  Einnig áttum við okkur oft ekki á hve mikilvægt er að vinna úr sársaukafullri reynslu og hegðun sem hefur lærst sem viðbrögð við sársaukanum.

Að meðvirkni sé lært ástand eru góðar fréttir því  það þýðir að það sé hægt að læra nýja hegðun til að nota í stað meðvirkni, með stuðningi, æfingu og sjálfskoðun.

Þegar einstaklingur þróar með sér meðvikni þá lærir hann að setja sjálfan sig til hliðar og láta hagsmuni annarra ganga fyrir. Það er algengt að fólk vakni upp á miðjum aldri, finnur fyrir hvað lífið er gleði snautt og hvað það er sjálft vannært andlega. Það kann fáar leiðir til að hlúa að sér og notar sömu aðferðirnar til að vinna úr vanda og þegar það var að alast upp.

Meðvirkni þróast þannig að við sem einstaklingar fæðumst inn í umhverfi sem krefst þess að við breytum okkur.  Sem dæmi þá getur þetta bæði átt við umhverfi sem er öfgakennt, t.d. neysla og drykkja á heimilinu og í aðstæðum sem virka sem eðlilegt heimilislíf en krafist er hlýðni af börnum án mótmæla. Ástandið á uppeldinu og aðstæðunum sem við ölumst upp við getur einnig verið allt á milli þessara öfga EN HEFUR ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ VIÐ LÖGUM OKKUR AÐ AÐSTÆÐUM.

Þegar við aðlögum okkur umhverfinu þá gerist það innan frá, við tökum ákvörðun/ bregðumst með því að t.d. tala lítið, spyrja ekki, draga okkur í hlé, hafa lágt, hlýða til að fá ekki skammir, segja brandara til að brjóta upp ástandið, taka stjórnina, sjá um heimilið, hafa ekki þarfir eða langanir svo einhver dæmi séu tekinn. Þannig erum við sem börn alltaf að finna leiðir til að líða sem best og þegar okkur líður best með því láta öðrum líða vel, þá þróast meðvirkni. Í meðvirkni þá hugsum við lítið um okkur en meira um aðra.

Ef meðvirkni er ómeðhöndluð þá lifum við lífinu oft án þess að láta drauma okkar rætast eða finnast lífið ánægjulegt.

 

Vísbendingar um meðvirkni.

 • Ef þú veist ekki hvað þig langar fyrir þig
 • Ef þú hlustar ekki á tilfinningar þínar
 • Ef þú átt erfitt með að kaupa eitthvað bara fyrir þig
 • Ef þú færð oft sektarkennd
 • Ef þú ert hrædd um að fólk skammi eða ásaki þig
 • Ef þú upplifir að fólk hafi ekki áhuga á þinni skoðun
 • Ef þú upplifir oft höfnun
 • Ef þú skammast þín fyrir annarra hönd
 • Ef þú ert sífellt hrædd um aðra
 • Ef þér finnst þurfa að stjórna öðrum
 • Ef þér finnst þú yfirleitt vita best hvernig aðrir eigi að lifa lífinu
 • Ef þú er uppeknari af annarra lífi en þínu eigin
 • Ef þú sefur ekki vegna þess að þú ert að skipuleggja samskipti
 • Ef þú horfist ekki í augu við vandamál og býður eftir að þau leysist af sjálfu sér
 • Ef þú tekur gagnrýni mjög nærri þér
 • Ef þú ert að bíða eftir að einhver geri þig hamingjusama
 • Ef þú ferð og gerir hluti fyrir fullorðið fólk án þess að biðja það leyfis
 • Ef þú ráðleggur öðrum án þess að þeir velji það
 • Ef þú segir ekki það sem þér finnst
 • Ef þú meinar ekki það sem þú segir
 • Ef þú notar ásakanir, hótanir, skammir, mútur til að fá fram vilja þínum
 • Ef þú leyfir öðrum að koma illa fram við þig
 • Ef þú treystir þér ekki
 • Ef þú treystir engum
 • Ef þú velur oft  fólk sem er ekki traustsins vert inn í líf þitt
 • Ef þér finnst þú þurfa að vera fullkomin til að vera elskuverð manneskja
 • Ef þér finnst fólk eiga að vera fullkomið til að vera í tengslum við þig þ.e. fullkomið eftir þínum reglum.
 • Ef þú ert endalaust að búa til reglur um útlit, hegðun eða tjáningu annarra

Þetta er ekki tæmandi listi