Um Sjálfsvirði ráðgjöf

Sjálfsvirði er ráðgjafar þjónusta á Akureyri.  Starfsemin felst í fyrirlestrum og námskeiðum.

Fyrirlestrar sem haldnir hafa verið undir merkjum Sjálfsvirði heita meðvirkni, áföll og sjálfsvirði.

Námskeið er 8 vikna námskeið saman þjappað af upplýsingum, ráðum, verkfærum og uppbyggjandi viðhorfum. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja ná sér í verkfæri til að vinna úr áföllum, meðvirkni og til að byggja sig upp.  Kennt er einu sinni í viku tvo til tvo og hálfan tíma í senn.

Í öllum fyrirlestrum og námskeiðum liggur eftirfarandi efni til grundvallar:

  • Kennd eru ný verkfæri til að vinna úr reynslu
  • Unnið með nýjan skilning á fortíð, meðvirkni og áföllum út frá nýjum taugafræðilegum rannsóknum.
  • Raunveruleikavinna í anda 12 sporana.
  • Unnið úr áföllum með TRM módelinu og lærð verkfæri til aukinna lífsgæða.
  • Skoðuð meðvirkni.
  • Skoðað hvaða samskiptamáti hefur reynst vel, hvaða samskiptamáti ekki vel og hvaða nýju leiðir væru mögulegar.
  • Kennt að setja mörk og eiga nærandi samskipti.
  • Kenndar leiðir til að standa með sér, sýna sér og öðrum gæsku.

TRM meðferðafræðin er þróuð  af til að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum úr líkamanum. Aðferðin hefur reynst vel til að létta oki áfalla af daglegu lífi fólks. TRM er þróað af Elaine Miller-Karas með það að markmiði að auka úræði sem einstklingur getur notað til að vinna úr lífinu sínu og kenna bjargráð og seiglu. TRM  er  blanda af því besta í áfallavinnu samtímans og dæmi um áhrifavalda eru Somatic Experiencing, upphafsmaður Peter Levine, Sensory Integration, kennd við Jean Ayres,  Focusing, kenningar Eugene Gendlin, hefðbundin líffræði, taugafræði, rannsóknir um virkni heilans og lögmál náttúrunnar.